Kæru foreldrar og börn. Við í Tröllaborgum óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum ykkur fyrir það liðna. Við vonum að nýtt ár 2021 færi okkur okkur öllum gæfu og gleði!
...Kæru foreldrar.
Gleðileg jól og vonandi hafið þið það sem allra best yfir hátíðina.
Með jólakveðju frá öllum í Tröllaborgum.
Í dag héldum við okkar árlega jólaföndurdag nema í ár voru foreldrar ekki með. Hvammur og Berg föndruðu saman en Lækur og Móar voru út af fyrir sig. Börnin máluðu köngla, gerðu jólatré úr ísspýtum og úbjuggu jólakrans. Notaleg stund á aðventunni. :)
...Loksins kom hann ! Snjórinn er kominn við mikla hrifningu barnanna. Börnin í Læk voru svo spennt að komast út að leika og mátti sjá gleðina skína úr hverju andliti.
...Síðastliðnu daga hafa börnin í Bergi gert tilraunir með egg og edik. Eggin voru sett í krukku og ediki hellt yfir þannig að vökvinn flyti yfir eggin. Börnin vildu ólm setja matarlit út í til að athuga hvort þau gætu litað eggin. Eggin þurftu svo að vera í vökvanum í þrjá ...
Börnin gerðu tilraun með mjólk, sápu og matarliti í dag. Fyrst helltu þau mjólk í ílát, settu svo nokkra dropa af matarlit ofan í og að lokum dýfðu þau pinna ofan í uppvöskunarlög og settu hann ofan í. Viti menn ! Sápan lét litina dansa um mjólkina. Ótrúlega skemmtileg og...
Það er gott að fá smá nudd eftir góða og skemmtilega jógastund í leikskólanum. Börnin eru dugleg að taka þátt og herma eftir. :)
...Áður auglýstur skiplagsdagur n.k. þriðjudag, þann 3. nóvember, fellur niður.
...Skipulagsdagur mánudaginn 2. nóvember 2020
Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þetta er gert svo starfsfólk skólan...
Það er alltaf svo gaman að leika sér á ljósaborðinu með mismunandi form, litablöndun o.s.frv.
...