news

Eggjatilraun í Bergi

10. 11. 2020

Síðastliðnu daga hafa börnin í Bergi gert tilraunir með egg og edik. Eggin voru sett í krukku og ediki hellt yfir þannig að vökvinn flyti yfir eggin. Börnin vildu ólm setja matarlit út í til að athuga hvort þau gætu litað eggin. Eggin þurftu svo að vera í vökvanum í þrjá daga. Að þremur dögum loknum höfðu eggin stækkað býsna mikið og voru orðin gúmmíkennd eins og skopparabolti. Börnin fengu auðvitað að prófa að skoppa eggjunum. :)

© 2016 - 2024 Karellen