news

Verkefni um vinsemd, Berg

09. 12. 2021

Í haust höfum við verið að vinna með dygðina vinsemd og vildu börnin í Bergi sýna það í verki. Börnin komu öll með klink að heiman og saman söfnuðu þau dágóðri upphæð sem þau fóru með á Glerártorg. Þar keyptu börnin tvær gjafir þ.e. eina handa dreng og aðra handa stelpu á aldrinum 3-6 ára. Þau pökkuðu gjöfunum inn með aðstoð kennara og settu svo gjafirnar undir jólatréð á Glerártorgi en þar fór fram söfnun hjálparsamtaka á svæðinu sem taka svo pakkana og koma þeim á góða staði í jólaúthlutun sinni fyrir jól.

© 2016 - 2022 Karellen