Skráningardagar í leikskólum

Nú er unnið að því að útfæra betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla sem kveðið er á um í kjarasamningum og tryggja um leið næga mönnun í leikskólum bæjarins. Þetta er liður í því að bæta starfsumhverfi starfsfólks í leikskólum og gera skólana að eftirsóknarverðum vinnustöðum. Því hefur verið tekin ákvörðun hjá fræðslu og lýðheilsuráði um að vera með skráningardaga í leikskólum til að skapa svigrúm til að veita starfsfólki tækifæri til að taka út uppsafnaða vinnustyttingu. Þessir dagar eru því hugsaðir fyrir þá foreldra sem sannarlega þurfa á þeim að halda að hafa börnin í leikskóla.

Mikilvægt er að skrá börn í leikskóla í skráningardögum en ekki er reiknað með að þau börn sem ekki eru skráð mæti í leikskólanna þessa daga. Athugið að vegna þess að færra starfsfólk er í leikskólunum alla jafna þessa daga er ekki alltaf hefðbundið starf, meira um blöndun milli deilda og áhersla á útiveru og val.

Skráningardagar dragast frá leikskólagjöldum, gjöldin munu lækka sem nemur þessum 20 skráningardögum, foreldrar þurfa að skrá börnin sérstaklega þessa daga og greiða sérstaklega fyrir þá. Þrettán þessara daga eru samræmdir milli leikskóla en hver og einn skóli gat valið 7 daga sem hentaði skólanum. Hér má sjá skóladagatalið - og þar með valfrjálsa daga okkar skóla.

---

Registration days in kindergartens

Work is now underway to implement better working hours for kindergarten staff, which are stipulated in collective agreements, and at the same time ensure sufficient staffing in the town's kindergartens. This is part of improving the working environment for staff in preschools and making schools desirable workplaces. Therefore, a decision has been made by the Board of Education and Public Health to have registration days in kindergartens to give employees the opportunity to take out accumulated better working hours. These days are therefore designed for those parents who really need them to have their children in kindergarten.

It is important to register children in kindergarten on the registration days, but children who are not registered are not expected to attend the kindergartens on these days. Please note that because there are fewer staff in the preschools these days, it will not always be a traditional day, more about mixing between departments and an emphasis on outdoor activities and free play.

Registration days are deducted from kindergarten fees, the fees will be reduced by the amount of these 20 registration days, parents must register the children separately on these days and pay separately for them. Thirteen of these days are coordinated between kindergartens, but each school could choose 7 days that suited the school. Here you can see the school calendar - and in it the registration days of our school

© 2016 - 2024 Karellen