Klæðnaður barnanna þarf að vera í samræmi við veðurfar og hafa ber í huga að veður getur
breyst snögglega. Merkja skal föt barnanna á greinilegan hátt, sérstaklega útiföt.
Nauðsynlegt er að hafa aukafatnað í leikskólanum og gott er að hafa inniskó.
Aukaföt barnanna eru geymd í plastkössum á hillu í forstofunni, og mikilvægt að bæta
í þá eftir þörfum. Í leikskólanum er unnið með ýmis efni og áhöld sem geta skemmt föt.
Vinsamlegast gætið þess að barnið sé ekki í fötum sem ykkur er sérstaklega sárt um.
Til hægðarauka höfum við tekið saman lista um það sem gott
væri að hafa í „leikskólatöskunni“, sjá hér !

© 2016 - 2023 Karellen