Mat á skólastarfi
Skólinn sinnir bæði innra mati og ytra mati. Innra mat fer fram innan skólans þar sem rýnt er í matstæki
skólans. Akureyrarbær sinnir ytra mati með reglulegum foreldrakönnunum og skólinn
hefur farið í gegnum úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneytis, sjá skýrslu hér !

Innra mat skólans er unnið eftir 4 ára áætlun og er áætlun hvers árs sett upp sérstaklega sem má finna hér.

Skólinn fylgir menntastefnu Akureyrarbæjar og lesa má skýrslur innra matsteymis hér að neðan:

Innra mat vorið 2022

Innra mat vorið 2021

Matstæki:

Í Tröllaborgum er notast við TRAS, HLJÓM-2 og MÍÓ sem skimunarverkfæri fyrir öll börn í leikskólanum.
Ýmis matstæki eru notuð í leikskólanum í tengslum við sérkennslu,

TRAS er skráning á málþroska og félagsþroska ungra barna. TRAS-skráningartækið hjálpar leikskólakennurum að finna þau börn sem hafa frávik í málþroska og grípa inn í með markvissum aðgerðum ef um frávik er að ræða með snemmtækri íhlutun.

HLJÓM-2 er greiningartæki sem er lagt fyrir að hausti til að meta hljóðkerfisvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Þar er verið að kanna þættina rím, samstöfur, samsett orð, hljóðgreiningu, margræð orð, orðhlutaeyðingu og hljóðtengingu. Í framhaldinu er unnið áfram með þá þætti sem hafa komið slakir út hjá einstaka börnum og foreldrar allra barna fá leiðbeiningarblað um hvernig megi vinna heima. Á vorin er HLJÓM-2 lagt aftur fyrir öll börn og þær niðurstöður fylgja börnunum í grunnskólann.

MÍÓ: Skimunartækið MÍÓ er ætlað fyrir leikskóla til að greina styrkleika og veikleika barna á sviði stærðfræðinnar, mæta þeim þar sem þau standa og finna þau börn sem þurfa frekari athygli og tækifæri til
að vinna með þá þætti sem tengjast stærðfræðinámi þeirra.

© 2016 - 2023 Karellen