Foreldraráð Tröllaborga 2021-2022

Þórir Ólafur Halldórsson
Thorirolafur@gmail.com

Konráð Fossdal
konnilogi@gmail.com

Erla Jónatansdóttir
erlajo97@gmail.com

Samkvæmt 11. gr. í lögum um leikskóla ber að kjósa foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur.

Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr.,
um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.
Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Starfsreglur foreldraráðs Tröllaborga

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða
starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð starfar með leikskólastjóra og skal vera
tengiliður við aðra foreldra.

Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði, hann stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Foreldraráð skal beita sér fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum í samskiptum við foreldra, leikskólastjóra og bæjaryfirvöld og fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Foreldraráð starfar a.m.k. eitt skólaár í senn, frá aðalfundi í september fram að næsta aðalfundi ár hvert. Kosið er í
ráðið ár hvert á aðalfundi foreldrafélagsins.

Þrír til fimm foreldrar sitja í ráðinu og skal leitast við að í ráðinu sitji einn fulltrúi frá hverri deild leikskólans.
Æskilegt er að a.m.k. einn fulltrúi gefi kost á sér áfram í ráðið til að tryggja samfellu í starfinu.

Foreldraráð skal setja sér starfsáætlun til eins skólaárs í senn, m.a. um tíðni funda, boðun þeirra og undirbúning. Skólastjóri boðar til fyrsta fundar að hausti og fundar í lok vorannar. Þess á milli funda fulltrúar ráðsins eftir þörfum en þó að lágmarki tvisvar á önn. Formaður ber ábyrgð á því að boða fundi utan funda með leikskólastjóra.

Fulltrúar skipta með sér verkum og velja í sameiningu einn formann og einn ritara. Ritari ber ábyrgð á að skrá fundargerð eftir hvern fund og sér um að fundargerð berist til skólastjóra til birtingar á heimasíðu skólans. Jafnframt skal í lok skólaárs rita ársskýrslu og senda til skólastjóra. Foreldraráð skal halda vefsíðu ráðsins á heimasíðu leikskólans þar sem tilgreindir skulu fulltrúar ráðsins, starfsreglur birtar sem og fundargerðir og ársskýrslur.

Foreldraráðsfulltrúum er skylt að gæta trúnaðar varðandi upplýsingar um einstaklinga, nemendur, kennara eða aðra sem þeir verða áskynja um í starfi sínu. Foreldraráðsfulltrúar skrifa undir þagnareið.
Sjái foreldraráð ástæðu til að koma upplýsingum til foreldra getur það sent tölvupóst gegnum Mentor. Jafnframt getur foreldraráð gert grein fyrir starfi ráðsins síðastliðið starfsár á aðalfundi foreldrafélagsins.
Starfsreglur þessar skulu endurskoðaðar í lok hvers skólaárs. Til stuðnings sem og nánari útfærslu
starfsreglna þessara er vísað í 11. grein laga um leikskóla:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008090.html

© 2016 - 2023 Karellen