Námsaðlögun

Námsaðlögun á Tröllaborgum á sér stað bæði inni á deildum í litlum hópum en einnig í daglegu starfi þar sem börn læra meðal annars sjálfshjálp, sjálfstæði og félagsfærni.

Ef talið er að ekki sé unnt að kenna barni á fullnægjandi hátt inni á deild er hægt að nota sérstakt rými á leikskólanum sem heitir Skessuhorn. Í þessum tilvikum skiptir ró og næði barnið miklu máli.

Námsaðlögunarteymið veitir jafnframt stuðning og ráðgjöf til kennara og foreldra og reglulega eru haldnir fundir til þess að samræma vinnubrögð.

Stjórnandi námsaðlögunar á Tröllaborgum er Hrefna Bára , hún hefur umsjón með námsaðlögun skólans, heldur teymisfundi, heldur utan um námsaðlögunartíma og er hluti af stjórnendateymi skólans. Teymið samanstendur af þeim aðilum sem koma að námsaðlögun á einhvern hátt innan skólans.

Starfsmenn sem sinna námsaðlögun eru:

  • Hrefna Bára, sérkennslustjóri
  • Halla, þroskaþjálfi
  • Harpa, leikskólasérkennari
  • Hildur, leikskólasérkennari


© 2016 - 2023 Karellen