Veikindi barna
Leikskólinn er ætlaður frískum börnum. Börn sem ekki eru fullfrísk ættu ekki að koma í leikskólann bæði vegna smithættu og til að reyna að draga úr vanlíðan barns. Ef barn veikist í leikskólanum, er forráðamönnum gert viðvart. Ekki eru gefin lyf í leikskólanum nema til komi vottorð frá lækni um að lyfjagjöf sé nauðsynleg þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum.

Algengasta orsök fjarvista barna eru smitsjúkgómar (kvef, ælupest, niðurgangur, eyrnabólga o.s.frv. og rannsóknir hafa sýnt að smithætta á milli barna er hvað mest í leikskólanum.

Alla jafna er um saklausar sýkingar að ræða en vandræði geta orðið ef upp koma faraldrar meðal barna, starfsfólks og/eða foreldra. Hafa þarf í huga að smithættan er oft mest áður en veikinda verður vart.

Almenna reglan er sú að hafi barn verið með hita skal það hafa verið hitalaus í minnst sólahring og er farið að borða og drekka nokkuð eðlilega.

Þetta gildir almennt séð líka þó meðferð sé í gangi með sýklalyfjum eða innöndunarlyfjum. Afar algengt er að útbrot fylgi veirusýkingum hjá börnun, þessi útbrot smita alla jafna ekki.

Það er mikilvægt að horfa einnig á líðan barnsins þegar það hefur tekist á við veikind og meta hvort það sé tilbúið til að takast á við leikskóladaginn. Þegar barn kemur aftur í leikskólan eftir veikindi þarf það að geta tekið þátt í öllu starfi leikskólans bæði inni sem úti.

Hér er að finna sérstakar ráðleggingar til foreldra, starfsfólks skóla og dagforeldra.© 2016 - 2023 Karellen