Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna.

Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns.

Umsókn um samþætta þjónustu.

Sjá nánar um samþætta þjónusta á Akureyri.

Barna og fjölskyldustofa.

Tengiliður barna

Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar og börn rétt á þjónustu tengiliðar eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Tengiliður er einstaklingur í nærumhverfi barnsins:

  • Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilbrigðisstofnunar.
  • Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám.
  • Ef það á ekki við er tengiliður starfsmaður félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili.

Tengiliður Tröllaborga er Hrefna Bára Guðmundsdóttir sérkennslustjóri, hrefnabara@akmennt.is, beinn sími: 469-4709

© 2016 - 2024 Karellen