Lífsleikni í leikskóla

Allt starf Tröllaborga mótast af gildum og hugmyndafræði um lífsleikni. Hugmyndafræði lífsleikninnar byggir á kenningum ýmissa fræðimanna sem snúa að mannrækt og siðferðilegu gildismati í samfélagi manna og þeirri trú að efla og styrkja hið góða í hverjum einstaklingi, bæði börnum og fullorðnum. Byggt er á hugmyndum um sammannlegar grundvallardygðir og því að hægt sé að kenna siðferði og stuðla að sjálfsstjórn í gegnum leik og nám barna. Lífsleiknihugtakið er komið úr fræðum um „character education” og lögð er áhersla á að túlka lífsleiknina sem hugsjón sem þurfi að „flæða” yfir allt starf frekar en sem námsgrein innan skólans.

Grunnurinn byggir meðal annars á lífsviðhorfi, gildismati, þekkingu og reynslu starfsmanna, ásamt kenningum sem settar hafa verið fram af fræðimönnum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á lífsleikni í skólastarfi.

Notast er við kennsluefnið LÍFSLEIKNI Í LEIKSKÓLA sem var gefið út árið 2006.


© 2016 - 2023 Karellen