Gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar

Fjölskylduafsláttur er veittur af grunngjaldi. Tenging er á milli dagforeldra-leikskóla og frístundar.
Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forrráðamans og með sameiginlegt lögheimili.

Lægra gjald greiða einstæðar foreldrar, -báðir foreldrar í námi, -báðir foreldrar atvinnulausir, -báðir foreldrar 75% öryrkjar, -annað foreldrið í námi og hitt atvinnulaust eða 75% öryrki. Sýna þarf fram á það sem talið er upp hér að framan með framvísun vottorðs. Foreldrar í námi þurfa að sýna fram á skólavist með vottorðum í byrjun hverrar annar. Á vottorðinu
þarf að koma fram að viðkomandi sé í fullu námi sem varir að minnsta kosti í eitt ár. Í lok annar þarf að skila staðfestingu um námsframvindu. Foreldrar sem skilja eða slíta samvistum og óska eftir lægra gjaldi þurfa að skila vottorði vegna þess frá Sýslumanni. Foreldrar sem eru atvinnulausir skila inn vottorði frá Vinnumálastofnun og foreldrar sem eru öryrkjar skila inn vottorði frá Tryggingastofnun.

Tilkynning vegna hækkunar á gjaldskrá yngstu barna í leikskóla

Við afgreiðslu gjaldskrá leikskóla á fundi bæjarstjórnar þann 15. desember 2020 var samþykkt að frá 1. ágúst 2021 verði lagt 10% álag á dvalargjöld barna sem fædd eru í júní 2019 til ágúst 2020. Þessi framkvæmd er til eins árs eða fram að sumarlokun 2022.

Fræðslusvið Akueyrarbæjar

Gjaldskrá 1. jan 2022

© 2016 - 2022 Karellen