news

Covid smit í Hvammi

13. 10. 2021

Frá skólastjóra:
Deildin Hvammur er kominn í sóttkví til og með þriðjudags í næstu viku (19.okt). Þar að auki er Tröllahópur í Bergi líka kominn í sóttkví auk eins kennara úr Bergi sem er með Tröllahóp.

Hópurinn er samansettur af elstu börnunum í Hvammi og Bergi. Það er smitrakningarteymið sem ákveður hverjir fara í sóttkví og hvernig eigi að standa að málum. Búið er að hringja í alla starfsmenn og foreldra þeirra barna sem eiga að fara í sóttkví.

Allir hlutaðeigandi fara í covid-test á þriðjudaginn og reynist það neikvætt (sem við vonum að verði), mæta bæði börn og starfsmenn Hvamms svo og hópsins úr Bergi í skólann á miðvikudaginn í næstu viku (20.okt.).

Með vinsemd og góðum kveðjum,
Anna Jóna Guðmundsdóttir

© 2016 - 2022 Karellen